Kristján Þór selur íbúðina á Húsavík

Kristján Þór Magnússon sveitastjóri Norðurþings.
Kristján Þór Magnússon sveitastjóri Norðurþings.

Kristján Þór Magnússon sveitastjóri Norðurþings hefur sett íbúð sína á Húsavík á sölu. Um er að ræða 150 fm íbúð sem er staðsett í húsi sem byggt var 1951. 

Kristján festi kaup á íbúðinni 2016 og er hún fjögurra herbergja. Íbúðin var mikið endurnýjuð á árunum 2016 og 2017 en í eldhúsinu er nýleg hvít sprautulökkuð innrétting með tanga. Þar er líka tvöfaldur amerískur ísskápur, gott skápapláss og fínt vinnupláss.

Um leið og skipt var um eldhús var sett nýtt rafmagn, hurðarop stækkað og settur hiti í gólf. Þá var líka skipt um innihurðir. 

Baðherbergi var líka endurnýjað og það flísalagt í hólf og gólf. 

Kristján Þór hyggst hætta sem sveitastjóri í vor en hann hefur búið fyrir norðan ásamt fjölskyldu sinni. Á dögunum skildi leiðir hjá honum og eiginkonu hans, Guðrúnu Dís Emilsdóttur, en hún er flutt til Reykjavíkur og farin að vinna aftur á RÚV. 

Af fasteignavef mbl.is: Laugarbrekka 20

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

Sigga Dögg kynfræðingur Betra kynlífs svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda