Hvaðan er sófinn hennar Hlínar?

Hlín Agnarsdóttir rithöfundur og leikstjóri á fallegt heimili.
Hlín Agnarsdóttir rithöfundur og leikstjóri á fallegt heimili. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lesendur Smartlands Mörtu Maríu geta verið forvitnir um viðmælendur. Á dögunum kom spurning frá lesanda sem vildi fá að vita hvar Hlín Agnarsdóttir rithöfundur og leikskáld fékk sófann sinn. Hlín var gestur í þættinum Heimilislífi og vakti þátturinn mikla athygli. 

Sæl Marta María! 

Það er svo einstakur sófi í þættinum hjá Hlín Agnarsdóttur. Getur þú fundið út hvaða sófinn er?

Kveðja, 

BM

Sæl og blessuð BM

Það var svo einstakt að heimsækja Hlín á heimili hennar á Íslandi. Þar er hún búin að búa sér til hana fullkomnu íbúð sem er svolítið eins og hótelsvíta. Sófinn í stofunni var keyptur í Línunni fyrir mörgum árum. 

Kær kveðja, 

Marta María 

Liggur þér eitthvað á hjarta eða þarftu að vita eitthvað meira? Þú getur sent mér póst HÉR. 

mbl.is