Viktoría og Sóli keyptu 165 milljóna króna hús

Viktoría Hermannsdóttir og Sóli Hólm Sólmundarson hafa fest kaup á …
Viktoría Hermannsdóttir og Sóli Hólm Sólmundarson hafa fest kaup á einbýlishúsi með útsýni yfir Skerjafjörð.

Fjölmiðlakonan Viktoría Hermannsdóttir og skemmtikrafturinn Sólmundur Hólm Sólmundarson hafa fest kaup á gullfallegu fjölskylduhúsi með rándýru útsýni yfir Skerjafjörð. Um er að ræða 329 fermetra einbýli við Faxaskjól í Reykjavík. Kaupverðið var 165 milljónir króna en ásett verð var 169 milljónir.

Í nýja húsinu ætti að vera pláss fyrir alla fjölskylduna en alls eiga þau Viktoría og Sóli fimm börn. 

Viktoría og Sóli settu parhús sitt við Hringbraut á sölu í byrjun janúar en höfðuð þau gert upp húsið í fallegum stíl. Af Instagram að dæma stefnir í meiri framkvæmdir hjá fjölskyldunni en Sóli er einstaklega handlaginn eins og sjá má á myndum af Hringbraut. 

Sóli er einn vinsælasti uppistandari landsins um þessar mundir og var á miklu ferðalagi um páskana með uppistandssýningu sína. Viktoría hefur framleitt hverja þáttaröðina á fætur annarri undanfarin ár, en sú nýjasta, Hvunndagshetjur, er í sýningu á Ríkissjónvarpinu um þessar mundir. 

Ljósmynd/Miklaborg
Ljósmynd/Miklaborg
mbl.is