Björgólfur Thor kaupir 310 milljóna lúxusíbúð í 101

Björgólfur Thor Björgólfsson hefur fest kaup á íbúð við Austurhöfn.
Björgólfur Thor Björgólfsson hefur fest kaup á íbúð við Austurhöfn. Ljósmynd/Vefur BTB

Novator F11 ehf. sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar hefur fest kaup á íbúð við Bryggjugötu í Reykjavík. Um er að ræða 198 fm íbúð með útsýni yfir höfnina. Viðskiptablaðið greinir frá þessu. 

Íbúðirnar við Austurhöfn hafa verið í fréttum því þær eru einar dýrustu íbúðir landsins. Smartland greindi frá því að ein dýrasta íbúð landsins hafi selst á dögunum en það var Jónas Hagan Guðmundsson fjárfestir sem festi kaup á henni. 

Þótt fasteignamat íbúðarinnar sé rúmlega 100 milljónir þá borgaði félag Björgólfs Thors 310 milljónir fyrir íbúðina sem áður var í eigu GEVA ehf. 

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál