Þórey og Hákon flytja úr Arnarhlíðinni

Þórey Birgisdóttir og Hákon Jóhannesson hafa búið sér fallegt heimili.
Þórey Birgisdóttir og Hákon Jóhannesson hafa búið sér fallegt heimili. mbl.is/Árni Sæberg

Leikaraparið Þórey Birgisdóttir og Hákon Jóhannesson hafa sett íbúð sína við Arnarhlíð á sölu. Lesendur Smartlands þekkja íbúðina ágætlega, eða allavega þeir lesendur sem horfðu á Heimilislíf þar sem þau voru heimsótt. 

Íbúð leikaraparsins er 61 fm að stærð og er í nýju blokkunum við Arnarhlíð. Íbúðin er vel skipulögð og falleg. 

Stofa og eldhús eru í sameiginlegu rými og eru hvítar innréttingar í eldhúsinu og steinn á borðplötunum. Í íbúðinni er huggulegt baðherbergi sem er líka með hvítum sprautulökkuðum innréttingunum. 

Heimili Þóreyjar og Hákonar er smekklegt í alla staði en það er búið mörgum fallegum munum sem þau hafa sankað að sér í gegnum tíðina eða fengið að láni í foreldrahúsum. 

Af fasteignavef mbl.is: Arnarhlíð 1

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is