Hvernig á að setja niður lauka?

Í þættinum Ræktum garðinn sýnir Vilmundur Hansen okkur meðal annars hvernig hægt er að raða mismunandi gerðum af laukum í mörgum lögum í blómaker svo upp komi litadýrð og nýir fallegir laukar, frá byrjun mars og langt fram á sumar.

Ræktum garðinn er ný þáttaröð í Sjónvarpi Símans Premium sem fjallar allt það sem tengist görðum og gróðri á Íslandi. Hugrún Halldórsdóttir ferðast um undraveröld blóma og garða og hefur fengið til liðs við sig tvo meistara í greininni, þá Hafstein Hafliðason, sérfræðing í inniblómum á Íslandi, og Vilmund Hansen, sem veit allt um íslenska garða og gróður af ýmsum toga. Öll þáttaröðin er komin í Sjónvarp Símans Premium en þættirnir eru einnig sýndir í opinni dagskrá á fimmtudögum í sumar.

mbl.is