Það var ævintýralegt um að litast þegar VAXA Technologies bauð í teiti í verksmiðju sína sem er í Jarðhitagarði On á Hellisheiði. Tilefnið var að fagna fyrstu vöru fyrirtækisins, munnúðanum ÖRLÖ Immunity Boost.
ÖRLÖ Immunity Boost munnúði er fyrsta varan sem VAXA Technologies setur á markað en varan hefur verið í þróun síðan 2019. Munnúðinn inniheldur UltraSpirulina Extract sem framleidd er af félaginu í verksmiðjunni á Hellisheiði. Í E2F kerfunum ræktar VAXA Technologies spirulinu við fullkomnar aðstæður og því er magn bætiefna og virkra efna margfalt það sem þekkist úr hefðbundinni framleiðslu. Afurðin heitir UltraSpirulina og úr henni er unnið UltraSpirulina Extract sem er gríðarlega öflugt andoxunarefni.
Spirulina er vinsælt fæðubótarefni sem er talið hjálpa við að styrkja ónæmiskerfið. Hún inniheldur meðal annars andoxunarefni, vítamín og ammínósýrur. UltraSpirulina er lyktar- og bragðlaus og inniheldur meira en þrefalt magn andoxunarefna en önnur spirulina, auk steinefna, ammínósýra og vítamína. Þaðan er unnið UltraSpirulina Extract sem aðstoðar líkamann við upptöku nauðsynlegra vítamína.
Örlö munnúðinn inniheldur einnig D3, vatnsleysanlegt D-vítamín, og B-vítamín blöndu en UltraSpirulina Extract aðstoðar við upptöku líkamans á þessum vítamínum.
Fleiri vörur í fæðubótalínunni ÖRLÖ munu koma á markað á næstu mánuðum.