Merkjavaran flæðir út úr fataherberginu og inn í stofu

Merkjavaran flæðir út úr fataherbergjum heimsbyggðarinnar og inn í stofu. Hvern dreymir ekki um Fendi-sófa? Eða öskubakka frá Gucci? Verst að heimsbyggðin er hætt að reykja. 

Ítalska tískumerkið Dolce&Gabbana opnaði sína fyrstu sérverslun með heimilisvörur á dögunum. Verslunin er í Mílanó á Ítalíu og selur vörur sem eiga án efa eftir að njóta vinsælda. Verslunin er í eigu Luxury Living Group sem rekur fleiri lúxusverslanir víða um heim. Það að Dolce&Gabbana opni slíka verslun er í takt við það sem er að gerast í hönnunarheiminum. Merkjavara hefur sjaldan verið vinsælli þegar kemur að fatnaði og fylgihlutum. Það er því eðlilegt framhald að merkjavaran flæði hægt og bítandi út úr fataherbergjum fólks og yfir í stofuna.

Bollastell frá Hermés.
Bollastell frá Hermés.
Dagbók frá Gucci.
Dagbók frá Gucci. Marta María Winkel Jónasdóttir

Eitt sinn þekkti ég stelpu sem dreymdi um að eignast eiginmann sem gæti keypt Fendi-sófa inn á framtíðarheimili þeirra án þess að hún þyrfti að leggja eitthvað til. Fendi er ítalskt lúxusmerki og ef taska kostar í kringum 200 þúsund krónur þá má gefa sér að heill sófi kosti nokkrar milljónir. Þessi leit að eiginmanni fór aðallega fram á skemmtistöðum sem kölluðust Skuggabar og Astro og má geta þess að konan er ennþá ein og flott enda enginn með nógu þykkt veski í miðbæ Reykjavíkur að næturlagi. Þeir sem eru það myndu líklega velja sér aðra staði í heiminum til þess að finna hamingjuna.

Þótt stóru tískuhúsin eins og Versace, Fendi og Dolce&Gabbana hanni heilu húsgagnalínurnar þá njóta minni heimilishlutir mikilla vinsælda. Í Gucci-versluninni við Kurfürstendamm í Berlín er til dæmis hægt að kaupa bleika Gucci-öskubakka. Íslenskir greifar myndu náttúrlega nota öskubakkana undir smartís enda innismókurinn löngu búinn að skila skömminni. Í þessari fallegu verslun fást líka dagbækur, púðar og ilmkerti sem geta gert hvert greni að höll. Hver þráir það ekki? Þar fást líka dagbækur sem kosta 26 þúsund krónur. Hver blaðsíða er svolítið dýr og því þarf fólk að vera stuttort ef það ætlar að láta bókina endast út lífið. Þar gæti staðið: Kærleikurinn ríkir yfir öllu – lífið er gott!

Púði frá Hermés.
Púði frá Hermés.
mbl.is/Marta María
Sófi frá Fendi.
Sófi frá Fendi.
mbl.is/Marta María
mbl.is/Marta María
mbl.is/Marta María
Veggfóður frá Gucci.
Veggfóður frá Gucci.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál