Töffaralegt einbýli við Skildinganes

Við Skildinganes í Reykjavík er að finna afar fallegt heimili. Húsið er 230 fm að stærð og var byggt 1969.

Húsið er á tveimur hæðum og á efri hæðinni er hátt til lofts og bjart. Stíllinn á húsinu er svolítið hrár en þó hlýlegur á sama tíma. 

Í eldhúsinu er dökk innrétting með stórri eyju. Endaveggurinn í eldhúsinu er vel útfærður með innbyggðum hillum en þar er fær tvöfaldur amerískur ísskápur að njóta sín. Fyrir ofan eyjuna er fallegt ljós sem lýsir vel niður og er nóg pláss til að setja við eyjuna. Þegar horft er inn í eldhúsið er gott samspil á milli gluggaveggs og innréttingaveggs. Heildarmyndin er falleg og ekkert sem truflar fegrunarskyn. 

Eldhúsið flæðir inn í stofu sem er búin hlýlegum húsgögnum en þar á milli er borðstofuborð sem er úr gegnheilum við. Það kemur með hlýleika inn í húsið og er góð andstæða við flotuðu gólfin. 

Í húsinu má sjá marga fallega liti og er bleiki liturinn í kringum stigann sem er á milli hæða skemmtilegur. 

Af fasteignavef mbl.is: Skildinganes 8

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál