„Ræðst aldrei á garðinn þar sem hann er lægstur“

Ásdís Dungal kann að njóta sín í náttúrunni.
Ásdís Dungal kann að njóta sín í náttúrunni.

Ásdís Dungal býr í fallegu húsi við Kaldá, nálægt Egilsstöðum. Segja má að hún sé með skóg í garðinum, þar sem hún ræktar hamp, býr til sápur og gerir allskonar spennandi hluti úti í náttúrunni. 

Ásdís er fædd og uppalin í miðborg Reykjavíkur en ákvað að flytja í sveitina þegar börnin fluttu að heima. Nú býr hún níu kílómetra fjarlægð frá Egilsstöðum á stað sem hún kallar Paradís. Staðurinn, þar sem hún býr, heitir Kaldá og er hann við bakka Kaldár. Það er ekki hefðbundinn garður í kringum húsið hennar, heldur má segja að hún sé með skóg í garðinum. Ásdís býr á þessum fallega stað ásamt eiginmanni sínum, Ævari Gíslasyni Dungal. Auk þeirra eru tvær hænur, köttur og hundur á landinu. 

Ég ræðst aldrei á garðinn þar sem hann er lægstur og kem engum á óvart með uppátækjum mínum lengur, enda geri ég yfirleitt það sem mig langar að gera og allir löngu hættir að vera hissa á frúnni á Kaldá.“

Það fer vel um bæði menn og dýr í sveitinni.
Það fer vel um bæði menn og dýr í sveitinni.

Ásdís elskar að gera fallegt í kringum sig og að taka ljósmyndir af því sem hún er að gera hverju sinni. 

„Ég fer reglulega í Rauða krossinn, þar sem ég slæ tvær flugur í einu höggi með því að styrkja góðan málstað og kaupa gamla hluti sem við gerum eitthvað skemmtilegt úr,“ segir Ásdís og útskýrir að þessi hlutir séu nú út um allan skóginn í kringum húsið hennar.

Byrjar að njóta í gróðurhúsinu í apríl

„Ég hef búið til blómapott úr gömlum stígvélum, ég hef fundið fallegar styttur og sett þær í skóginn og á dögunum fann ég fallegan stóran járnfugl sem ég þarf nú að finna stað í gróðrinum hér í kring um húsið,“ segir Ásdís sem er með marga bolta á lofti allt árið um kring. 

Gömul stígvél verða að listaverki í höndum Ásdísar.
Gömul stígvél verða að listaverki í höndum Ásdísar.

„Í byrjun apríl hefst vinnan í gróðurhúsinu þar sem ég huga að fjölæru plöntunum mínum. Það þarf að skoða hvernig þær eru að koma undan vetri. Klippa þær og snyrta. Það er svo yndislegt að dveljast þar í þrjátíu stiga hita þegar jafnvel er vetrartíð úti. Þannig rækta ég mig, hugleiði og nýt þess að vera í kringum gróðurinn.“

Hún segir mismunandi hvaða plöntur tala til hennar hverju sinni. 

„Ég er ekkert voðalega dugleg að rækta sumarblóm svo ég er fastagestur í Blómabæ hjá Ástu og Kjartani. Ég nota þá náttúruna í kringum mig í allskonar skreytingar. Í raun má segja að ég sé ekki með garð, heldur villtan skóg, sem kemur mér sífellt á óvart.“ 

Þar sem smjörið drýpur af hverju strái

Ásdís gerir vanalega allt sem henni dettur í hug. 

„Mörg verkefnin eru í kringum garðinn og gróðurinn. Enda er vinna að hafa allt fallegt á svona stóru svæði. Svo er ég með litla ferðaþjónustu. Þrjú lítil sumarhús sem við hjónin byggðum sjálf á landinu árið 2014. Við búum í algjörri náttúruparadís þar sem smjörið drýpur af hverju strái.“

Athyglisvert er hversu margar trjátegundir er að finna í skóginum í kringum húsið þeirra.

„Fyrri eigendur voru í trjárækt fyrir skógarbændur svo ég uppgötva nýjar trjátegundir reglulega. Í raun held ég að allar íslenskar trjátegundir megi finna á landareigninni.“

Dýrin leika frjáls um náttúruna og kunna einstaklega vel við …
Dýrin leika frjáls um náttúruna og kunna einstaklega vel við sig í sveitinni.

Býr til sápur úr hampi

Forvitnilegt er að vita hvernig er að búa við eins fallega á og Kaldá. 

„Við heimilið rennur áin með nokkrum fossum. Það eru algjör forréttindi að fá að vera hér og upplifa kraftinn í Kaldá. Ég tek því ekki sem sjálfsögðum hlut. 

Við eyðum líka miklum tíma í „náttúru-spainu“ sem við byggðum okkur. Þar erum við með heitan pott og gufu í litlu rjóðri. Við röltum þangað niður í gegnum skóginn okkar og hlustum á fuglana syngja á sumrin og njótum norðurljósanna á veturna þar.“

Í kringum húsin er búið að setja fallega hluti sem …
Í kringum húsin er búið að setja fallega hluti sem hafa fundist meðal annars á nytjamörkuðum.

Ásdís hefur einnig ýmislegt áhugavert fyrir stafni, þegar kemur að framleiðslu á heimlinu, sem gaman er að skoða. 

„Ég er að búa til sápur sem ég kaupi massa frá Þýskalandi og blanda með hampi sem ég rækta sjálf. Ég sel ekki sápurnar, heldur eru þær ætlaðar til að ylja gestum Kaldár Lyngholt Holiday Homes um hjartarætur. Ég nota hampinn einnig í te enda er allt sem er grænt svo vænt. 

Ég er nú bara að leika mér með hampinn og ekki í mikilli ræktun. En hann vex vel í skóginum og fer yfir tvo metra, sem er svolítið gaman að sjá.“

Fjölskyldan dundar sér í fallegu umhverfi.
Fjölskyldan dundar sér í fallegu umhverfi.
Hvert sem litið er má sjá fallega hluti og dásamlega …
Hvert sem litið er má sjá fallega hluti og dásamlega liti.
Fjólublátt, grænt og gult fer vel saman.
Fjólublátt, grænt og gult fer vel saman.
Það er ýmislegt sem bendir til þess að Ásdís var …
Það er ýmislegt sem bendir til þess að Ásdís var eitt sinn miðborgarbarn.
Ásdís segir magnað að búa við bakka Kaldár enda er …
Ásdís segir magnað að búa við bakka Kaldár enda er krafturinn í náttúrunni þar sem vatn er mikill.
Ásdís gerir fallegt í kringum sig og slakar svo á …
Ásdís gerir fallegt í kringum sig og slakar svo á þegar hún er ekki að vinna.
Náttúrulegt og fallegt.
Náttúrulegt og fallegt.
Finna má alls konar trjátegundir í skóginum þar sem Ásdís …
Finna má alls konar trjátegundir í skóginum þar sem Ásdís býr.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál