Hjón geta verið ósammála og þá kemur Bjarnheiður til bjargar

Bjarnheiður Erlendsdóttir er garðhönnuður og starfar fyrir Húsasmiðjuna.
Bjarnheiður Erlendsdóttir er garðhönnuður og starfar fyrir Húsasmiðjuna.

Bjarnheiður Erlendsdóttir garðhönnuður segir að það sé oft gott að fá fagaðila til þess að hanna garðinn. Garðurinn verði bæði fallegri og svo getur garðhönnuðurinn verið málamiðlari ef hjón eru ekki sammála um hvernig hlutirnir eiga að vera. 

Stundum koma pör eða hjón sem hafa misjafnar skoðanir á því hvernig þetta á að vera og þá er mjög skemmtilegt að geta sætt þeirra ólíku sjónarmið svo báðir aðilar fari ánægðir frá mér,“ segir Bjarnheiður.

Sumir eru með mjög fastar skoðanir á því hvernig þeir vilja hafa drauminn. Fólki finnst gott að fá þetta teiknað upp til að sjá hvort þetta gangi upp eins og þeir hafa hugsað sér. Svo eru aðrir sem hafa enga hugmynd um hvað þeir vilja og þá legg ég fyrir þau hugmyndir og teikna upp. Þá er enn og aftur kostur að hafa þetta í þrívídd, því fólk skilur hana svo vel. Það er líka ýmislegt sem getur vafist fyrir fólki, sérstaklega þegar kemur að því að setja upp pall. Fólk er oft í vandræðum með að sjá fyrir sér hvernig hann eigi að vera og hvar staðsetja skuli pottinn,“ segir Bjarnheiður.

Spurð um heita pottinn í garðinum segir hún að hann eigi alls ekki að fara á besta staðinn.

„Við sjálf viljum besta og sólríkasta svæðið því við erum meira á pallinum en í pottinum, potturinn á að fá næstbesta staðinn,“ segir hún og hlær og segir að í dag sé pallaefni að breytast mikið.

„Sérstök klæðning sem sett er á pottasvæði, bekki og útieldhús gerir hlutina eins og mublur og tekur sumarbústaðaútlitið í burtu.“

Í dag eru það frekar breið borð sem liggja lárétt og eru klædd utan á staurana svo fólk sjái þá ekki.

„Stundum gengur eitthvað af timbri af þegar pallur er smíðaður og þá er tilvalið að smíða gróðurker úr þessum afgöngum, en þau geta verið hvernig sem fólk vill í laginu. Þegar það er búið að smíða kerin er svo klæddur sökkuldúkur í það að innan til að vernda viðinn og svo er tilvalið að setja sterkleg hjól undir kerin svo það sé auðvelt að færa þau í skjól þegar veður er vont,“ segir Bjarnheiður og bætir því við að í dag séu útisturtur, útieldhús og kaldir pottar vinsæl viðbót í garðinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál