„Mad Men“ höll í Breiðholtinu

Fólk sem dýrkar og dáir sjöunda áratuginn ætti hrífast af þessu eintaka einbýlishúsi sem staðsett er í Breiðholtinu. Í raun hefði húsið getað verið tökustaður Mad Men sjónvarpsþáttunum. Týpur á borð við Don Draper hefði verið eins og fiskur í vatni á heimilinu. 

Um er að ræða 238 fm einbýli sem byggt var 1969. Úr húsinu er fallegt útsýni yfir Elliðaárdalinn þar sem hægt er að njóta útiveru. 

Stofan er teppalögð með viðarklæddum loftum. Þar eru stórir gluggar sem snúa í þrjár áttir, en þar er líka afar fallegur arinn sem er múrsteinsklæddur. Húsgögnin í húsinu eru í stíl við stemninguna sem ríkti þegar húsið var byggt. 

Allar innréttingar eru upprunalegar og því hægt að endurlifa gamla tíma í húsinu.

Af fasteignavef mbl.is: Geitastekkur 3

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál