26 milljóna íbúð með útsýni

Við Hjallaveg á Flateyri er að finna 90 fm íbúð sem er í húsi sem byggt var 1981. Íbúðin er á efri hæð í tvíbýlishúsi og státar bæði af mikilli lofthæð og útsýni út á Önundarfjörðinn. 

Fólk sem þráir frið og ró innan um stór fjöll og stórbrotna náttúru ætti að geta unað sér vel í íbúðinni. Íbúðin er töluvert endurnýjuð en eldhús og stofa eru í sameiginlegu rými og prýðir græn innrétting eldhúsið. 

Eins og sést á myndunum hefur íbúðin verið endurnýjuð töluvert en hún býður einnig upp á möguleika.  

Af fasteignavef mbl.is: Hjallavegur 20

mbl.is