Arfasmart einbýli í Fossvoginum

Við Haðaland í Fossvogi er að finna einstakt einbýlishús á einni hæð. Húsið er 219 fm að stærð og var byggt 1972. Búið er að endurnýja húsið mikið að innan en auk þess hefur verið hugsað vel um garðinn sem er í miklum blóma. 

Í húsinu renna eldhús og stofa saman í eitt. Risastór eyja prýðir eldhúsið. Hún er úr bæsaðri eik með dökkum þykkum steini á. Bakveggurinn í eldhúsinu er hvítur sprautulakkaður en þar er að finna mikið og gott skápapláss. 

Í eldhúsinu er pláss fyrir risastórt borðstofuborð sem pláss er fyrir mann og annan. 

Húsið er í heild sinni smekklega innréttað og þar er að finna dágott safn af fallegum húsgögnum. Punkturinn yfir i-ið er svo þessi fallegi garður en í Fossvoginum er yfirlett alltaf gott veður. 

Af fasteignavef mbl.is: Haðaland 19

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál