Kolbeinn Tumi og Selma keyptu 130 milljóna íbúð

Kærustuparið Kolbeinn Tumi og Selma Björnsdóttir.
Kærustuparið Kolbeinn Tumi og Selma Björnsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis.is og Bylgjunnar, og Selma Björnsdóttir, söngkona og leikkona, hafa fest kaup á fasteign saman. Um er að ræða 197 fm íbúð í húsi við Lynghaga í Reykjavík. Húsið var byggt 1955 og hefur parið staðið í miklum framkvæmdum síðan þau fengu íbúðina afhenta. Parið greiddi 130 milljónir fyrir íbúðina sem ekki var auglýst til sölu. 

Parið hnaut um hvort annað fyrir nokkrum árum en Selma birti fyrstu myndina af þeim saman 2019.

Hingað til hafa þau búið hvort í sínu lagi. Hann í Vesturbænum með börnin sín tvö og hún í Garðabæ með sín tvö börn. Nú eru þau hins vegar sameinuð á þessum góða stað þar sem stutt er í allar áttir. Út á Ægisíðu, niður í miðbæ og í Melabúðina. 

Smartland óskar þeim hjartanlega til hamingju með íbúðakaupin og vonar að framkvæmdir gangi fljótt og örugglega fyrir sig svo þau geti flutt inn sem fyrst. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál