Stjörnu-Sævar og Þórhildur keyptu 132 milljóna íbúð í Fossvogi

Sævar Helgi Bragason og Þórhildur Fjóla Stefánsdóttir keyptu glæsiíbúð í …
Sævar Helgi Bragason og Þórhildur Fjóla Stefánsdóttir keyptu glæsiíbúð í Fossvogi.

Sævar Helgi Bragason og Þórhildur Fjóla Stefánsdóttir keyptu glæsiíbúð í Fossvogi í Reykjavík. Um er að ræða 176 fm íbúð við Lautarveg sem er ein af nýju götum hverfisins. 

Sævar Helgi er stjörnufræðingur og þekktur sem Stjörnu-Sævar. Þórhildur Fjóla er hinsvegar hugbúnaðarsérfræðingur. Parið eignaðist son í fyrra og sagði mbl.is frá því að drengurinn hafi verið mjög nákvæmur og komið í heiminn á hárréttum degi. Þetta er þeirra fyrsta barn en fyrir átti Sævar Helgi son. 

Það á ekki eftir að væsa um fjölskylduna á Lautarvegi því þar er mikil veðursæld og í götunni býr líka fullt af skemmtilegu fólki. Ef þú vilt verða nágranni Sævars Helga og Þórhildar þá er efsta hæðin í húsinu komin á sölu en hún er föl fyrir 114 milljónir. 

Af fasteignavef mbl.is: Lautarvegur 6

mbl.is