266 fm glæsihús með steyptu baðkari

Ljósmynd/Hákon Björnsson

Við Laxatungu í Mosfellsbæ er að finna einstakt 266 fermetra einbýlishús með glæsilegum garði. Húsið var byggt árið 2012, en síðastliðin tvö ár hafa átt sér stað heilmiklar endurbætur á húsinu, bæði að innan og utan. Eignin er vel skipulögð á einni hæð með fjórum svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. 

https://www.mbl.is/fasteignir/fasteign/1038900/

Í stofunni má sjá fallegan arinn klæddan blágrýti og granít sem hannaður er af innanhússarkitektinum Rut Káradóttur. Sérsmíðaður búrskápur aðskilur stofu og borðstofu. 

Ljósmynd/Hákon Björnsson
Ljósmynd/Hákon Björnsson

Stór eyja og sérsmíðuð innrétting úr hnotu prýða eldhúsið. Lýsingin er hönnuð af Lumex, en öll ljós koma frá þeim. Opið er inn í borðstofu og að hluta til inn í stofuna. 

Ljósmynd/Hákon Björnsson
Ljósmynd/Hákon Björnsson
Ljósmynd/Hákon Björnsson

Á baðherbergjum hússins má finna sérsmíðaðar innréttingar og gæða blöndunartæki. Baðkarið er einstakt og gefur rýminu mikinn glæsibrag, en það er staðsteypt og klætt að innan með 2 cm granít plötum. 

Ljósmynd/Hákon Björnsson

Garðurinn er sérlega heillandi, en hann var hannaður af Ólafi Melsted, landslags hönnuði. Veröndin er flísalögð með steyptum potti, bæði heitum og köldum. Í garðinum er að finna marmara klætt útieldhús og glæsilegt niðurgrafið svæði með setsvæði og möguleika á eldstæði fyrir miðju. Þar að auki er fimm manna infrared saunaklefi í sér lokuðu rými með rennihurð í garðinum. 

Ljósmynd/Hákon Björnsson
Ljósmynd/Hákon Björnsson
Ljósmynd/Hákon Björnsson
Ljósmynd/Hákon Björnsson
Ljósmynd/Hákon Björnsson
mbl.is