Jóna og Hólmar keyptu 150 milljóna einbýli í Garðabænum

Jóna Vestfjörð Hennesdóttir og Hólmar Örn Eyjólfsson festu kaup á …
Jóna Vestfjörð Hennesdóttir og Hólmar Örn Eyjólfsson festu kaup á einbýlishúsi við Smáraflöt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það er nóg að gera hjá hjónunum Jónu Vestfjörð Hannesdóttur lögmanni og Hólmari Erni Eyjólfssyni fótboltamanni. Á dögunum festu þau kaup á húsi við Smáraflöt í Garðabæ og standa nú í töluverðum framkvæmdum. 

Húsið er 215 fm að stærð og var byggt 1960. Í húsinu var margt upprunalegt og komið til ára sinna eins og sagt er. Hjónin eru einstaklega smekkleg eins og lesendur Smartlands hafa fengið að kynnast síðustu ár. Hjónin greiddu 150 milljónir fyrir húsið. 

Hjónin búa nú í afar fallegu raðhúsi í Garðabæ en það var Gríma Björg Thorarensen sem hannaði nýtt eldhús í húsið. Þar er bæsuð eik í forgrunni ásamt marmar sem flæðir upp á veggi. 

Árið 2019 var Jóna gestur í þættinum Heimilislíf og þar sagði hún frá heimilislífi þeirra Hólmars. Á þeim tíma bjuggu þau við Holtsveg í Garðabæ en sú íbúð hefur nú verið seld. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál