Stórglæsilegt 89 milljóna sumarhús

Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is

Í sumarbústaðalandi við Flúðir í Hraunamannahreppi má finna stórglæsilegt 139 fermetra sumarhús. Húsið er hannað af innanhússhönnuðinum Sæbjörgu Guðjónsdóttur, eða Sæju eins og hún er oftast kölluð. 

Húsið er á einni hæð með þremur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum. Úr forstofunni er gengið inn í alrýmið sem rúmar stóra og glæsilega stofu með gólfsíðum gluggum og fallegt eldhús. Flotað gólfið tónar sérlega vel við bandsagaða hnotu sem prýðir loftin, en mikil lofthæð er í húsinu. 

Í setustofunni er steyptur sófi sem gefur rýminu skemmtilegan karakter. Sérsmíðuð innrétting frá Beyki úr dökkbæsuðum hlyn prýðir eldhúsið sem er með fallegri steyptri borðplötu. 

Útgengt er á veröndina á þremur stöðum í húsinu, en þar má finna heitan pott og skjólvegg. Húsið er klætt með brenndu lerki sem gránar með tímanum. 

Af fasteignavef mbl.is: Birkibyggð 6

Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljósmyndun.is
mbl.is