Rúmlega 100 ára gömul höll í Hafnarfirði

Við Vesturbraut í Hafnarfirði er að finna 203 fm einbýlishús sem er á þremur hæðum ásamt kjallara. Húsið var byggt 1915 og hefur verið vel við haldið. 

Þegar inn í húsið er komið taka mjúkir litir á móti fólki. Veggir í stofu og eldhúsi eru málaðir í mjúkum sveppatón sem fer vel við rómantísk húsgögn. Í eldhúsinu er hvít innrétting sem passar vel við stílinn á húsinu. Á þessari hæð er líka skemmtileg heimaskrifstofa sem er vel útfærð.

Í borðstofunni eru antík húsgögn sem falla vel inn í umhverfið.  

Við hjónaherbergið er einstaklega smekklegt baðherbergi með tveimur vöskum og léttri innréttingu sem er með dökkri steinplötu. Fyrir ofan innréttinguna eru tveir gamaldagsspeglar sem setja svip sinn á herbergið. 

Af fasteignavef mbl.is: Vesturbraut 6

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál