Lýtalæknir selur höllina á 4 milljarða

Ljósmynd/Compass.com

Lýtalæknirinn Paul Nassif hefur sett glæsilega eign sína í Bel Air, Los Angeles á sölu. Nassif er þekktur fyrir raunveruleikaþætti sína Botched, en í þáttunum reyna þeir Terry Dubrow að snúa við fegrunaraðgerðum sem mistakast. 

Lýtalæknarnir Paul Nassif og Terry Dubrow í þáttunum Botched.
Lýtalæknarnir Paul Nassif og Terry Dubrow í þáttunum Botched.

Eignin er yfir 1.000 fermetrar að stærð og er staðsett á 1,3 hektara landi. Í húsinu eru sjö svefnherbergi, fjórtán baðherbergi og tvær sundlaugar. Innanhússhönnuðurinn Faye Resnick kom að hönnun eignarinnar sem er sett á 29 milljónir Bandaríkjadala, sem eru rúmir fjórir milljarðar íslenskra króna.  

Tvö eldhús, hitastýrt vínherbergi og tólf sæta bíóherbergi eru í eigninni ásamt útieldhúsi, vínbar, líkamsrækt, eimbaði og gufubaði.

Ljósmynd/Compass.com
Ljósmynd/Compass.com
Ljósmynd/Compass.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál