Ósýnilegur arkitektúr slær í gegn

Ljósmynd/airbnb.com

Í hlíðum fjallgarðs Los Picachos er að finna einstakan arkitektúr sem við fyrstu sýn lætur lítið bera á sér. Húsið fellur svo vel að umhverfinu að það verður nær ósýnilegt þegar ósnortin náttúran endurspeglast í gleri hússins sem líkist helst listaverki. 

Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com

Að undanskyldri fagurfræði hússins er það einstakt að því leytinu að það starfar á sólarorku og safnar regnvatni. Eignin er um 800 fermetrar að stærð og er hönnunin innanhúss ekki síðri en að utan, en þar er notast við mikið af náttúrulegum efnivið og litum í takt við umhverfið. 

Hönnuður hússins, sem er jafnframt eigandi þess er Prashant Ashoka. Í samtali við New York Times sagði hann það langþráðan draum að flýja út í náttúruna. „Ég ákvað að taka þá rómantísku hugmynd sem margir daðra við og gera hana að veruleika,“ sagði Ashoka. 

Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com

Í kjölfarið festi Ashoka kaup á eyðurmerkulandi og hófst handan við að reisa móderníska kastalann sinn. Hann sótti innblástur til mexíkóska arkitektsins Luis Barragán og kaus að vinna með rúmfræðileg form í takt við fjallalandslagið sem umlykur húsið. Hvert smáatriði er útpælt og mikil verkfræðivinna liggur að baki hönnunarinnar, en grunnur hússins var gerður úr eldfjallabergi sem safnað var úr landslaginu í kring. 

Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
Ljósmynd/airbnb.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál