Sigríður Björk seldi íbúðina á 173 milljónir

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. mb.is/Eggert Jóhannesson

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri og eiginmaður hennar, Skúli Ólafsson prestur í Neskirkju, seldu íbúð sína á dögunum. Hjónin bjuggu í 209 fm húsnæði sem er skráð sem tvær íbúðir. Önnur er 47,4 fm og hin er 162,1 fm. Húsnæðið er við Kvisthaga í Reykjavík en hjónin seldu fasteignina 3. júní síðastliðinn á 173 milljónir. Húsnæðið var ekki auglýst til sölu. 

Í frétt á Smartlandi á dögunum kom fram að Sigríður Björk og Skúli hefðu fest kaup á útsýnisíbúð við Bergstaðastræti í Reykjavík. Sú íbúð vakti athygli fyrir smekklega hönnun en rúsínan í pylsuendanum eru 38 fm þaksvalir en af þeim er útsýni yfir Reykjavík. 

Marta Guðrún Blöndal og Steinn Friðriksson keyptu íbúðina af Sigríði Björk og Skúla. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál