Sigríður Björk seldi íbúðina á 173 milljónir

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. mb.is/Eggert Jóhannesson

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri og eiginmaður hennar, Skúli Ólafsson prestur í Neskirkju, seldu íbúð sína á dögunum. Hjónin bjuggu í 209 fm húsnæði sem er skráð sem tvær íbúðir. Önnur er 47,4 fm og hin er 162,1 fm. Húsnæðið er við Kvisthaga í Reykjavík en hjónin seldu fasteignina 3. júní síðastliðinn á 173 milljónir. Húsnæðið var ekki auglýst til sölu. 

Í frétt á Smartlandi á dögunum kom fram að Sigríður Björk og Skúli hefðu fest kaup á útsýnisíbúð við Bergstaðastræti í Reykjavík. Sú íbúð vakti athygli fyrir smekklega hönnun en rúsínan í pylsuendanum eru 38 fm þaksvalir en af þeim er útsýni yfir Reykjavík. 

Marta Guðrún Blöndal og Steinn Friðriksson keyptu íbúðina af Sigríði Björk og Skúla. 

mbl.is