Landsliðskokkur keypti 165 milljóna raðhús í Fossvogi

Húsið við Goðaland er á einni hæð og afar vel …
Húsið við Goðaland er á einni hæð og afar vel skipulagt. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Landsliðskokkurinn Georg Arnar Halldórsson og unnusta hans, Snædís Hjartardóttir, hafa fest kaup á 185 fm raðhúsi við Goðaland í Fossvogi. Húsið keyptu þau ásamt foreldrum Snædísar og greiddu 165 milljónir fyrir húsið.

Húsið er á einni hæð og afar sjarmerandi en frétt um húsið birtist á Smartlandi á dögunum. 

Húsið er staðsett neðarlega í þessu vinsæla hverfi en veðursæld á svæðinu er mikil. Húsið var byggt 1971 og er að finna upprunalega eldhúsinnréttingu í húsinu sem er með bláum flísum á milli skápa. 

Það mun væntanlega ekki væsa um fjölskylduna í húsinu enda er hönnun þess skemmtileg. 

Hluti Kokkalandsliðsins ásamt forsetafrúnni, Georg Arnar Halldórsson, Snædís Xyza Jónsdóttir …
Hluti Kokkalandsliðsins ásamt forsetafrúnni, Georg Arnar Halldórsson, Snædís Xyza Jónsdóttir Ocampo, frú Eliza Reid, Kara Guðmundsdóttir og Hafliði Halldórsson. mbl.is/Kristinn Magnússon
Húsið er á einni hæð með áföstum bílskúr.
Húsið er á einni hæð með áföstum bílskúr. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is