Doja Cat selur 340 milljóna villu

Tónlistarkonan Doja Cat hefur sett glæsieign sína á sölu.
Tónlistarkonan Doja Cat hefur sett glæsieign sína á sölu. Samsett mynd

Tónlistarkonan Doja Cat hefur sett 340 milljóna glæsivillu sína á sölu. Húsið er í Beverly Hills í Kaliforníu en söngkonan keypti það í febrúar 2021 fyrir 2,2 milljónir bandaríkjadala eða rúmlega 300 milljónir króna. Húsið er innréttað í bóhemstíl, en gluggar sem ná niður í gólf og hráir veggir gefa því einstakan karakter. 

Húsið er 223 fermetrar að stærð og á tveimur hæðum. Á neðri hæðinni er að finna glæsilega stofu og einstakt eldhús með hvítum kvartsborðplötum. Úr eldhúsi er gengið inn í borðstofu með einstöku útsýni. Tvö gestaherbergi eru á hæðinni, en frá öðru þeirra er útgengt í bakgarð með glæsilegri sundlaug. 

Á efri hæð hússins er glæsilegt hjónaherbergi með flottu fataherbergi og sérsmíðuðum höfðagafli. Einstakt baðherbergi er á hæðinni með sementsbaðkari og óhætt að segja að stemningin minni helst á heilsulind. Frá hjónaherberginu er útgengt á svalir með fallegu útsýni yfir bakgarðinn.

Ljósmynd/Pardee Properties
Ljósmynd/Pardee Properties
Ljósmynd/Pardee Properties
Ljósmynd/Pardee Properties
Ljósmynd/Pardee Properties
Ljósmynd/Pardee Properties
Ljósmynd/Pardee Properties
Ljósmynd/Pardee Properties
Ljósmynd/Pardee Properties
Ljósmynd/Pardee Properties
Ljósmynd/Pardee Properties
Ljósmynd/Pardee Properties
Ljósmynd/Pardee Properties
Ljósmynd/Pardee Properties
Ljósmynd/Pardee Properties
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál