Fortíðarþrá og fiðringur fyrri tíma við Lynghaga

Hér má sjá heillandi litapalletu. Sægrænt veggfóður og munstrað gólfteppi …
Hér má sjá heillandi litapalletu. Sægrænt veggfóður og munstrað gólfteppi fara vel við tekk-húsgögnin. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Ef þig hefur alltaf dreymt um að lifa í fortíðinni þá gæti 228 fm íbúð við Lynghaga verið svarið. Í húsinu eru þrjár íbúðir en húsið sjálft, sem er með skeljasandsklæðningu, var byggt 1958. Íbúðin er smekklega innréttuð í takt við tíðaranda og tískustrauma sem voru ríkjandi þegar húsið var byggt.

Með einstöku næmi hefur munstrað gólfteppi verið sett á gólfin en í gamla daga var bara fínt fólk sem hafði ráð á slíkum gólfefnum. Þetta var fyrir tíma plastparkets og fíltteppa, þegar fólk valdi efnivið til frambúðar sem átti að vera það vandaður að hann entist út ævina. 

Við munstraða gólfteppið er gangurinn til dæmis veggfóðraður með sægrænu veggfóðri með tíglamunstri. Þessi litasamsetning er lifandi og fögur. Sama gólfteppi er á stofu og borðstofu en þar er ekki veggfóður á veggjum heldur málning. Þar er í forgrunni karrígulur litur sem fer vel við munstrið í gólfteppinu og húsgögnin. 

Í eldhúsinu er korkur á gólfinu og upprunaleg innrétting sem er í takt við stemninguna sem ríkti 1958. Eins og sjá má á ljósmyndunum er hér um sannkallaðan ævintýraheim að ræða. Allavega fyrir fólk sem kann að meta gott handverk og fegurð fortíðarinnar. 

Af fasteignavef mbl.is: Lynghagi 26

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Bleikt baðkar, bleikur vaskur og bleikt salerni fer vel við …
Bleikt baðkar, bleikur vaskur og bleikt salerni fer vel við stíl íbúðarinnar. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Úr íbúðinni er útsýni út á Ægisíðu.
Úr íbúðinni er útsýni út á Ægisíðu. Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál