Íslenskur verðlaunaarkitekt fékk ómótstæðilegt boð

Sigrún Sumarliðadóttir arkitekt hefur búið lengi í Noregi.
Sigrún Sumarliðadóttir arkitekt hefur búið lengi í Noregi.

Fyrir tíu árum voru arkitektúrsnemarnir Sigrún Sumarliðadóttir og Mark Smyth stödd á Feneyjartvíæringnum þegar þau ákváðu að stofna Studio Bua. Áratug síðar hafa þau sjálf fengið boð um að taka þátt í hinum virta tvíæringi, en slík boð hafa fáir íslenskir arkitektar fengið.

Arkitektastofan Studio Bua hefur vakið heimsathygli á síðustu tveimur árum þar sem fjallað hefur verið um verk stofunnar í mörgum af stærstu hönnunar- og arkitektatímaritum heims auk þess að hafa hlotið þónokkrar alþjóðlegar tilnefningar, sigra og viðurkenningar. Sigrún hefur varið lengstum hluta starfsævi sinnar erlendis. 

„Ég og eiginmaður minn, Giambattista Zaccariotto, útskrifuðumst bæði frá TUDelft í Hollandi 2010. Ég með MSC gráðu í Arkitektúr og Giambattista með PHD í Umhverfisskipulagi. Á þeim tíma var erfitt að finna vinnu hér heima fyrir arkitekta en það vildi svo til að við fundum bæði vinnu i Ósló. Ég hjá LMR Arkitektur, sem hétu áður Telje Torp Aasen. Giambattista hafði þegar unnið við kennslu í fleiri ár og hefur unnið við AHO, Arkitekta háskólann i Osló, síðan þá,“ segir Sigrún en saman eiga hjónin 5 ára dóttur.

Góðir hlutir gerast hægt

Þó verk Studio Bua á Íslandi hafi vakið mikla athygli fyrir spennandi og sjálfbæra nálgun tók stofan heldur rólega af stað.

„Við Mark byrjuðum að vinna saman í háskólanámi. Við héldum því svo áfram meðfram því að vinna saman að verkefnum meðfram því að vinna fyrir aðra. Þegar við vorum á opnun 2012, ákváðum við svo að stofna Studio Bua sem tók tvö ár. Það var í raun ekki fyrr en 2018 að við gátum alveg hætt vinna fyrir aðra einbeita okkur að því að byggja stofuna og samstarfinu.“

Framan af störfuðu Sigrún og Mark hvort í sínu landi, hún í Osló og hann í London, en nú hafa þau sameinast í London.  

„Við vorum búin að vinna saman í um tvö ár með verkefni á Íslandi, í Noregi og London með því að fara fram og tilbaka og haldaworkshop á hverjum stað og vinna svo saman í fjarvinnu, meira að segja fyrirCovid! En þetta er ekki gott fyrirkomulag til lengdar. London varð fyrir valinu af því að þar höfum við fengið meiri athygli og stærri verkefni.“ 

Mark Smyth og Sigrún Sumarliðadóttir.
Mark Smyth og Sigrún Sumarliðadóttir.

Sjálfbærni og nýting

Arkitektinn heimsfrægi, Jean Nouvel, nefndi nýlega Studio Bua ssem dæmi um stofu sem hefur verið framúrskarandi í að vinna útfrá sjálfbærni og í því að nýta eldri strúktúra. Vinnið þið útfrá ákveðinni hugmyndafræði?

„Ein af mikilvægustu leiðum til þess að bjarga jörðinni okkar er að nýta það sem við höfum og ekki endilega byggja nýtt. Að rífa og byggja nýtt er ótrúlega mengandi og við viljum helst athuga fyrst hvort hægt sé að nýta eitthvað sem fyrir er. Það þýðir ekki að við endurbyggjum bara eða að við séum með einhverja nostalgíu. En staðreyndin er að það eru til svo margar byggingar núna að við þurfum ekki endilega að byggja nýjar, það er miklu mikilvægara að breyta eða hugsa alveg nýtt. Okkar hugmyndafræði er að við byrjum á staðnum þar sem verkefnið er og við athugum hvað er best i því tilfelli. Ekkert verkefni er eins.“

Að vinna með fortíðin á nútímalegan hátt

Sem dæmi um þessa nálgun nefnir Sigrún Hlöðuberg á Skarðsströnd, sem er orðið með þekktari húsum á Íslandi eftir mikla umfjöllun um allan heim.

„Þar sáum við þessa fallegu steinhlöðu sem við vildum virða og með okkar hönnun vildum við sýna gildi þessara gömlu bygginga. Þessi staður er virkilega ævintýralegur og við vildum bara bæta við en ekki taka frá þessari fallegu jörð. Okkar hönnun er því eins létt og hægt er og efnin sem við notuðum vísa til bygginga í nágrenninu.“

Á Íslandi hefur gjarnan verið hugað meira að því að rífa niður og byggja nýtt en að gera upp eldri hús.

„Hvað er það sem gerir borgir og bæi aðlaðandi og eftirsóknaverða, hvort sem er til að búa í eða heimsækja? Er það ekki einhverskonar upplifun á sögu og nútíma í byggingunum sem þú sérð, hverfi sem eru samansafn af allskonar byggingum sem hafa sögu að segja? Hjá okkur er það rauði þráðurinn, að vinna með fortíðinni en alltaf á nútímalegan hátt. Í dag er einfaldlega ekki hægt að halda áfram með að rífa og byggja nýtt; byggingariðnaðurinn er einn af þeim sem menga mest og við verðum líka að taka það inn í reikninginn.“ 

Góð kynning á sjálfbærum arkitektúr á Íslandi

Hvaða þýðingu hefur það fyrir stofuna ykkar að fá alla þessa viðurkenningu, vera valin fyrir eitt af topp 10 húsum ársins 2021 í Designboom, fá sérstök meðmæli í AR House Awards og vera valin mest spennandi nýja stofan af The American Institute of Architects, til að nefna nokkur dæmi?

„Það er auðvitað mikil viðurkenning fyrir okkur, við leggjum mikið í öll okkar verkefni og það er frábært að sjá að einhver tekur eftir því! Svo er það auðvitað gæðastimpill sem við getum notað til að fá fleiri verkefni. Þessi miklaathygi varð einnig þess valdandi að við gripum auga skipuleggjanda sýningarinnar áEuropeanCulturalCentre á Feneyjartvíæringnum, en margir af þekktustu arkitektum heims hafa tekið þátt í þeirri sýningu,“ segir Sigrún og bendir á að þátttakan í sýningunni verði góð kynning fyrir sjálfbæran arkitektúr á Íslandi. „Okkar fókus yrði alfarið á endurnýtingu struktura eins og á Hlöðubergi ogNýp  og öðru verkefni sem við erum að vinna núna sem er stórt endurnýtingarverkefni íWiltshire.“

Fjármögnun fyrir Feneyjar

Sigrún segir að þátttaka í Feneyjartvíæringnum sé ekki ókeypis og séu þau nú að leita leiða til að fjármagna þátttökuna. Styrktarleiðir séu í raun nokkuð óljósar því þetta sé að öllum líkindum fyrsta sinn sem Íslendingar taki þátt í Feneyjartvíæringnum í arkitektúr.

„Við erum algjörlega háð styrkjum og erum að sækja um hjá fleiri aðilum hérlendis og erlendis. Það er mjög mikil vinna að taka þátt í svona sýningu, og ákveðin kostnaður bara til þess að taka þátt. Við bara krossum fingur að við fáum einhverja styrktaraðila,“ segir Sigrún og stefnir bjartsýn á Feneyjar 2023.

mbl.is