Félag Dags og Ingibjargar keypti 118 milljóna glæsiíbúð

Dagur Sigurðsson og fyrrverandi eiginkona hans hafa fest kaup á …
Dagur Sigurðsson og fyrrverandi eiginkona hans hafa fest kaup á íbúð í Reykjavík. AFP

Handboltastjarnan Dagur Sigurðsson og fyrrverandi eiginkona hans, Ingibjörg Pálmadóttir, festu kaup á íbúð við Mýrargötu 26 í Reykjavík. Skráður eigandi íbúðarinnar er einkahlutafélagið 460 ehf. en fyrrverandi hjónin eiga það til helminga.

Íbúðin sem Dagur og Ingibjörg festu kaup á er á efstu hæð hússins og státar hún af fallegu útsýni. Íbúðin er 96,7 fm að stærð og greiddu fyrrverandi hjónin 118 milljónir fyrir íbúðina. 

Íbúðinni tilheyra stórar þaksvalir þannig að hægt er að njóta útsýnis nánast allan sjóndeildarhringinn. Íbúðirnar í húsinu við Mýrargötu eru eftirsóttar enda stutt í miðbæinn og alla þá menningu sem hann hefur upp á að bjóða. 

mbl.is