Þorgeir selur útsýnisíbúðina í Breiðholti

Þorgeir F. Óðinsson
Þorgeir F. Óðinsson Arnþór Birkisson

Þor­geir Frí­mann Óðins­son, formaður Sam­taka leikja­fram­leiðenda, IGI, og fram­kvæmda­stjóri tölvu­leikja­fyr­ir­tæk­is­ins Directi­ve Games, hefur sett íbúð sína í Asparfelli í Breiðholti á sölu. 

Íbúðin er ákaflega smekklega innréttuð og er án efa einstök en hún telur alls 221 fermetra og er á efstu hæð í átta hæða blokk. 

Henni fylgja þar að auki 70 fermetra svalir með lokuðum og hellulögðum garðskála. Eldhúsið er sérlega glæsilegt en þar er að finna ljósgræna innréttingu sem grípur augað. Í borðstofunni er svo langt og fallegt viðarborð sem tekur fjórtán í sæti. 

Í stofunni er gríðarlega fallegur arinn sem setur svip á rýmið. 

Af fasteignavef mbl.is: Asparfell 6

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndir.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndir.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndir.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndir.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndir.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndir.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndir.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndir.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndir.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndir.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndir.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndir.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndir.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndir.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndir.is
mbl.is