Eitt af eftirsóttustu húsum Kópavogs komið á sölu

Húsið við Kópavogsbakka 10 er teiknað af Halldóru Vífilsdóttur arkitekt.
Húsið við Kópavogsbakka 10 er teiknað af Halldóru Vífilsdóttur arkitekt.

Einbýlishúsin við Kópavogsbakka í Kópavogi eru eftirsótt enda bara fimm hús í götunni með óskertu sjávarútsýni, sem eru hægra megin þegar keyrt er inn götuna. Það telst því til tíðinda þegar slík hús fara á sölu. Síðast seldist hús í götunni árið 2015 en það var fyrst auglýst árið 2013. Smartland fjallaði um húsið Kópavogsbakka 4.

Innsta húsið í götunni, Kópavogsbakki 10, er teiknað af Halldóru Vífilsdóttur arkitekt. Það er 283 fm að stærð og var byggt 2008. Húsið er vel skipulagt en það státar af mikilli lofthæð og stórum gluggum án þess að húsið sé napurt og kuldalegt. 

Í eldhúsinu er hvít sprautulökkuð innrétting með eyju og góðu skápaplássi. Þótt eldhús og stofa tengist þá er eldhúsið ekki alveg inni í stofunni. Bak við eldhúsið er svo sjónvarpsherbergi sem er stúkað af. 

Parket og flísar eru á gólfum og allar innréttingar einstaklega vandaðar. 

Af fasteignavef mbl.is: Kópavogsbakki 10

mbl.is