Fótboltastjarna og heilsukokkur keyptu 172 milljóna raðhús

Sigþór Júlíusson og Kristjana Steingrimsdóttir keyptu raðhús við Byggakur í …
Sigþór Júlíusson og Kristjana Steingrimsdóttir keyptu raðhús við Byggakur í Garðabæ. Ljósmynd/Facebook

Sigþór Júlíusson og Kristjana Steingrímsdóttir hafa fest kaup á 227 fm raðhúsi við Byggakur 16 í Garðabæ. Húsið keyptu þau af Sveini Biering Jónssyni sem keypti á dögunum einstakt hús í Arnarnesinu. Kaupin fóru fram 13. júlí og greiddu hjónin 172 milljónir fyrir húsið. 

Sigþór og Kristjana hafa verið búsett í Sviss lengi en hann er gömul fótboltastjarna. Hann lék með yngri flokkum Völungs en spilaði svo með KA, KR og Val en hann var Íslandsmeistari með KR árin 1999, 2000, 2022 og 2003. Hann lagði boltann á hilluna 2007. 

Kristjana er heilsukokkur og er meðeigandi Happ veitingastaðarins í Sviss. Það mun fara vel um fjölskylduna í húsinu en húsið er á tveimur hæðum. Smartland fjallaði um sambærilegt hús á dögunum sem er við Byggakur 4.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál