Sturla Atlas og Steinunn selja íbúðina

Steinunn Arinbjarnardóttir og Sigurbjartur Sturla Atlason hafa sett íbúð sína …
Steinunn Arinbjarnardóttir og Sigurbjartur Sturla Atlason hafa sett íbúð sína á sölu. Skjáskot/Instagram

Leikarinn og tónlistarmaðurinn Sigurbjartur Sturla Atlason, betur þekktur sem Sturla Atlas og unnusta hans Steinunn Arinbjarnardóttir leikkona hafa sett íbúð sína við Kambsveg í Reykjavík á sölu.

Um er að ræða ákaflega smekklega og fallega 64 fermetra íbúð á efstu hæð í fjölbýlishúsi. Íbúðin er þó aðeins stærri vegna þess að hún er að hluta til undir súð. 

Tvö svefnherbergi eru í íbúðinni og svo er skemmtilegt risloft með um 25 fermetra gólffleti. 

Sturla og Steinunn hafa verið saman í nokkur ár en þau trúlofuðu sig í París í Frakklandi sumarið 2019. Bæði hafa þau getið sér gott orð á leiklistarsviðinu. 

Af fasteignavef mbl.is: Kambsvegur 20

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is