Fallegir gluggar og sauna í Vesturbænum

Ljósmynd/fasteignaljosmyndun.is

Við Ásvallagötu í Vesturbænum er að finna einstaka 190 fm hæð í glæsilegu húsi sem byggt var árið 1952 og teiknað af Þóri Baldvinssyni. Inni í fermetrafjöldanum er 25 fm bílskúr sem breytt hefur verið í íbúð. 

Frá forstofu er gengið inn í rúmgóða stofu og gefur stór gluggi rýminu mikinn glæsibrag. Íbúðin er smekklega innréttuð, en í stofunni má sjá flottan hægindastól eftir Morten Gøttler. Frá stofunni er gengið inn í fallega borðstofu, en hana prýðir klassíska PH5 ljósið. Þaðan er gengið inn í eldhús með hvítri innréttingu og góðu skápaplássi. 

Þrjú svefnherbergi eru í íbúðinni, þar af eru tvö þeirra í svefnálmu sem hægt er að loka af með hurð. Tvennar svalir eru á íbúðinni, aðrar þeirra liggja meðfram stofunni og snúa til suðvestur. Í kjallara hússins er geymsla, þvottahús og rými sem breytt hefur verið í baðhús með saunu, hornbaðkari og sturtu. 

Af fasteignavef mbl.is: Ásvallagata 20

Ljósmynd/fasteignaljosmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljosmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljosmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljosmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljosmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljosmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljosmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljosmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljosmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljosmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljosmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljosmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljosmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljosmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljosmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljosmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljosmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljosmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljosmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljosmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljosmyndun.is
Ljósmynd/fasteignaljosmyndun.is
mbl.is