Seldu gamla húsið á 245 milljónir

Yngvi Halldórsson og Linda Jónsdóttir hafa fest kaup á húsi …
Yngvi Halldórsson og Linda Jónsdóttir hafa fest kaup á húsi í Fossvogi. Samsett mynd

Hjón­in Yngvi Hall­dórs­son og Linda Jóns­dótt­ir festu kaup á glæsilegu einbýlishúsi við Láland í Fossvogi eins og greint var frá á dögunum. Hjónin greiddu 360 milljónir fyrir húsið. Þótt húsið sé staðsett í grónu hverfi þá er það sama sem nýtt því það var byggt frá grunni í kringum 2007. Húsið sem stóð á lóðinni var rifið og þetta nýja glæsihús byggt í staðinn. 

Þegar hjónin festu kaup á húsinu við Láland í Fossvogi bjuggu þau við Haðaland sem er örlítið vestar en nýja húsið. Linda er fram­kvæmda­stjóri rekstr­ar­sviðs og mannauðs hjá Mar­el en Yngvi er fram­kvæmda­stjóri rekstr­ar­sviðs hjá Sýn. Húsið við Haðaland er 219 fm að stærð og var byggt 1972. Búið er að end­ur­nýja húsið mikið að inn­an en auk þess hef­ur verið hugsað vel um garðinn sem er í mikl­um blóma. 

Nú hafa hjónin selt Haðalandið og eru kaupendur þess Óttar Örn Helgason og Þorgerður Arna Einarsdóttir. Hann er viðskiptastjóri hjá Fossum og hún er framkvæmdastjóri Landeyjar. Þau greiddu 245 milljónir fyrir Haðaland 19 en áður bjuggu þau í raðhúsi í Fossvoginum. 

Fossvogurinn hefur hingað til verið eftirsóttur og miðað við þessi fasteignakaup er verðið á húsunum í hverfinu ekki að lækka neitt. Það fer hækkandi. 

mbl.is