Gerðu eina stærstu blómaskreytingu Íslands fyrir Perry

Um síðustu helgi kom söngkonan Katy Perry til landsins til þess að vera viðstödd nafnagjöf á skipinu Norweigian Prima. Söngkonan er guðmóðir skipsins og af þessu tilefni þurfti allt að vera upp á tíu. Til þess að keyra upp stemninga var Harpa skreytt með einni stærstu blómaskreytingu sem sögur fara af. 

„Atlantik hafði samband við okkur í vor og spurðu hvort við gætum tekið þetta krefjandi og skemmtilega verkefni að okkur í samstarfi við þau og fyrirtæki sem heitir VIVA Creative. Þau höfðu ákveðnar hugmyndir um þema og útlit blómaskreytinganna, lögð var mikil áhersla á norðurljós og íslenska náttúru sem skiluðu sér einstaklega vel í plöntuveggjunum sem við bjuggum til alveg frá grunni,“ segir Díana Allansdóttir, deildarstjóri Blómavals Skútuvogi. „Það vildi svo skemmtilega til að á meðan hugmyndavinnan okkar var í fullum gangi hófst eldgos í Meradölum því fannst okkur engin spurning en að tengja hraunið inn í okkar þema.“

Plöntuveggir sem römmuðu inn 8 bari

Alísa Rakel Abrahamsdóttir, deildarstjóri Blómaverkstæðis Blómavals Skútuvogi, sagði að þar sem þau hefðu mikla reynslu af gerð plöntuveggja, veisluskreytinga og ekki síst krefjandi skreytingaverkefna hafi þau ekki verið lengi að útfæra bestu lausnina.

„Plöntuveggirnir áttu að ramma inn átta samliggjandi bari í Hörpunni sem mynduðu virkilega fallega heildarmynd. Samhliða veggjunum vorum við með mikið af fjölbreyttum skreytingum, þar á meðal skreyttum við tröppurnar í Hörpunni sem kom einstaklega vel út og vakti mikla ánægju. Við notuðum luktir með led kertum, grænar plöntur vafðar með mosa, svokallað Kokedama þema. Verkefnið gekk einstaklega vel og erum við virkilega ánægðar með útkomuna. Þetta er klárlega eitt stærsta verkefni sem við höfum fengið upp í hendurnar. Starfsmenn Blómavals leggja mikið upp á mikla fagmennsku, framúrskarandi þjónustu og bestu lausnirnar hverju sinni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál