Glæsileg sérhæð með arni í Laugardalnum

Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is

Við Austurbrún í Laugardalnum er að finna bjarta og glæsilega íbúð með tvennum svölum í fallegu þríbýlishúsi sem byggt var árið 1960. Íbúðin hefur verið mikið endurnýjuð og er sérlega vel skipulögð. Eignin er skráð 124 fermetra að stærð, en þar af er 7 fermetra geymsla í kjallara hússins.

Frá forstofu er gengið upp fallegan parketlagðan stiga, en á stigapalli er innbyggður fataskápur og hillur sem gefa rýminu skemmtilegan karakter. Þaðan er útgengt á svalir til vesturs.

Í aðalrýminu eru rúmgóðar og bjartar stofur samliggjandi, en þar eru gluggar til þriggja átta og sérlega fallegur arin sem gefur íbúðinni mikinn glæsibrag. Frá stofunni er gengið inn í eldhús með fallegum eikarinnréttingum og borðaðstöðu. 

Tvö svefnherbergi og eitt baðherbergi eru í íbúðinni. Þar af er rúmgott hjónaherbergi, en frá hjónaherberginu er útgengt á svalir til austurs með glæsilegu útsýni yfir borgina. 

Af fasteignavef mbl.is: Austurbrún 37

Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljosmyndun.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál