Eigendur smarta raðhússins keyptu glæsihús Helgu og Björns

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Kristinn Helgi Guðjónsson og Jóhanna Hlíf Magnúsdóttir hafa fest kaup á glæsilegu húsi við Árland 4 í Reykjavík. Húsið var áður í eigu Helgu Árnadóttur framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu og Björns Víglundssonar fyrrverandi forstjóri Torgs. Þau keyptu hinsvegar hús Magnúsar Scheving. 

Húsið er 314 fm að stærð en það skiptist í 284 fm hús og 30 fm bílskúr. Húsið var byggt 1969 en bílskúrinn var tilbúinn tveimur árum seinna. Thelma B. Friðriksdóttir endurhannaði húsið að innan og þykir það hafa heppnast ákaflega vel. 

Fyrirhugað fasteignamat hússins við Árland 4 2023 er 222 milljónir. Hjónin Kristinn og Jóhanna hafa búið í Fossvoginum en á dögunum settu þau raðhús sitt við Brautarland á sölu en Smartland fjallaði einmitt um húsið. 

Árland er stutt frá Brautarlandi og því ættu flutningar að ganga hratt og örugglega fyrir sig en hjónin fá húsð afhent 31. október. 

mbl.is