Camilla Rut og Rafn selja einbýlið í Njarðvík

Camilla Rut Rúnarsdóttir og Rafn Hlíðkvist Björgvinsson hafa sett húsið …
Camilla Rut Rúnarsdóttir og Rafn Hlíðkvist Björgvinsson hafa sett húsið á sölu.

Áhrifavaldurinn Camilla Rut Rúnarsdóttir og Rafn Hlíðkvist Björgvinsson fóru í sitthvora áttina fyrr á þessu ári eftir 13 ára samband. Nú hafa þau sett einbýlishús sitt í Njarðvík á sölu.

Um er að ræða 155 fm einbýli við Vallarás sem byggt var 2018. Hjónin keyptu húsið þegar það var á byggingarstigi og sérvöldu því allt inn í það. 

Eldhús og stofa eru í sameiginlegu rými. Í eldhúsinu er hvít sprautulökkuð innrétting með hvítum borðplötum. Hátt er til lofts í húsinu en í þessu rými er útgengi út í garð. 

Parket er á gólfum og eru hvítir gólflistar meðfram því. 

Á baðherberginu er hvít innrétting með hvítri borðplötu og gráar stórar flísar. Fyrir ofan vaskinn er spegill með innfelldri lýsingu. 

Heimili fyrrverandi hjónanna er snoturt og fínt en nú er komið að því að einhver annar fái að njóta þess. 

Af fasteignavef mbl.is: Vallarás 8

mbl.is