„HM-karlinn“ selur höllina í Arnarnesinu

Fjölskyldan á leik á Evrópumótinu 2016.
Fjölskyldan á leik á Evrópumótinu 2016. Ljósmynd/Edda Mjöll

Karl Björgvin Brynjólfsson eða „HM-karlinn“ eins og hann kallaði sig í kringum HM í fótbolta 2018, hefur sett glæsihús sitt í Arnarnesinu á sölu. Um er að ræða 356 fm einbýli við Haukanes í Garðabæ. Húsið var byggt 1985 en hefur verið í eigu Karls síðan 2017. 

Húsið er sérlega glæsilegt en það var teiknað af Kjartani Sveinssyni sem er þekktur fyrir sín glæsilegu híbýli. Það er hvítt að utan með súlum og öllu tilheyrandi. 

Þegar inn er komið tekur við snoturleikinn við. Búið er að skipta um eldhúsinnréttingu og sem er teiknuð á nýmóðins hátt. Hvítir neðri skápar með sprautulökkuðum hurðum koma vel út á móti dökkri granítplötu en á innréttingunni er tangi svo hægt er að setjast þar niður yfir mat og drykk. Úr eldhúsinu er útsýni út á sjó. Í eldhúsinu er stór skápaveggur með innbyggðri kaffivél og þar er líka bakaraofn og tvöfaldur amerískur ísskápur með klakavél. 

Húsið er búið notalegum og nútímalegum húsgögnum sem fara vel við ljósgráa veggi og milda lýsingu. 

Af fasteignavef mbl.is: Haukanes 5

mbl.is