Elísabet Ásberg selur 185 milljóna íbúð

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Listamaðurinn Elísabet Ásberg hefur sett glæilega íbúð sína í miðbæ Reykjavíkur á sölu. Um er að ræða 163 fm íbúð sem er í blokk sem byggð var 2018. Íbúðin er í hinum eftirsótta nýja miðbæ Reykjavíkur en undir blokkinni er bílakjallari og stutt á veitingastaði og í leikhús. 

Heimili Elísabetar er vel skipulagt með fallegum innréttinum. Í eldhúsinu eru svarbrúnar innréttingar með viðaráferð. Á borðplötunum er Meganite Carrera efni sem fer við eldhússkápana. Efnið er bæði á borðplötum og flæðir upp á veggi.

Á gólfunum er harðparket með fiskibeinamunstri.

Baðherbergin eru með marmaraflísum og dökkum innréttinum sem eru í sama stíl og aðrar innréttingar í húsinu. Risastórir speglaskápar prýða baðherbergin sem gerir þau svipmikil en þau státa einnig af góðri lýsingu.  

Allir veggir eru málaðir í mjúkum og notalegum litum sem fer við dökk húsgögnin. Stórir gluggar eru á íbúðinni og svífur útlandafílingurinn yfir vötnum þegar horft er út um gluggana. 

Af fasteignavef mbl.is: Tryggvagata 23 

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is