Félag Eyþórs keypti glæsihús Magnúsar

Eyþór Guðjónsson.
Eyþór Guðjónsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Félag Eyþórs Guðjónssonar, Sverð og skjöldur ehf., hefur fest kaup á glæsihúsi Magnúsar Garðarssonar. Húsið er við Huldubraut í Kópavogi og státar af einstöku sjávarútsýni út á Fossvoginn og Perluna. Húsið er 304 fm að stærð og var byggt 1994. 

Mikið var lagt í hönnun hússins á sínum tíma en Magnús hefur verið eigandi þess síðan 2015.

Eyþór er einn af þeim sem stofnaði Skemmtigarðinn og er einn af eigendum Sky Lagoon. Það er því skiljanlegt að hann vilji búa í Kópavogi en það tekur einungis um sex mínútur að keyra frá Huldubraut í lónið. Ef hann myndi hinsvegar vilja labba þá tæki það um það bil 26 mínútur. 

Ásett verð var 235 milljónir en fyrirhugað fasteignamat hússins fyrir 2023 er 186 milljónir. 

mbl.is
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál