Húsið átti að kosta 225 milljónir en fór á 152 milljónir

Húsið var málað í Sigvalda-litunum þegar það fór á sölu.
Húsið var málað í Sigvalda-litunum þegar það fór á sölu. Ljósmynd/Fredrik Holm

Vorið 2021 var glæsilegt einbýli auglýst til sölu. Húsið er við Skildinganes í Reykjavík og er 326,9 fm að stærð. Þetta fallega einbýli var hannað af Sigvalda Thordarsyni arkitekt en hugverk hans hefur verið eftirsótt hjá landsmönnum.  

Húsið við Skildinganes var komið til ára sinna og var með gömlum gólfteppum og upprunalegum innréttingum. Litrík veggfóður voru á veggjum og loftklæðningar orðnar gamlar og lúnar. Þrátt fyrir að fegurðin hafi verið allsráðandi þá var kominn tími á endurbætur því gólfefni og innréttingar endast því miður ekki endalaust. Ásett verð var 225 milljónir þegar það var fyrst auglýst til sölu.

Yngvi Örn Kristinsson er nýr eigandi hússins en kaupin fóru fram 10. maí síðastliðinn. Á þeim tíma sem húsið var á sölu lækkaði verðið töluvert því Yngvi Örn keypti húsið á 152 milljónir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál