Ólafur Stef. og Kristín seldu húsið á Álftanesi

Ólafur Stefánsson hefur selt húsið á Álftanesi.
Ólafur Stefánsson hefur selt húsið á Álftanesi. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Ólafur Stefánsson og Kristín Soffía Þorsteinsdóttir hafa selt einbýlishús sitt á Álftanesi. Hann er ein þekktasta handboltastjarna landsins og er nú á förum til Þýskalands ásamt fjölskyldunni þar sem hann verður aðstoðarþjálfari 1. deildarliðs Erlangens. 

Kjartan Rafnsson hjá KJ hönnun ehf. hannaði húsið sem er vel staðsett með sérlega notalegu útsýni út á sjó. Það var byggt 2017 en hjónin festu kaup á því 2018. Húsið er á einni hæð og vel skipulagt en alls er það 186 fm að stærð. 

Það var Hannes Ríkharðsson tannlæknir sem keypti húsið en það mun án efa fara vel um hann og fjölskylduna í húsinu. Stutt er úr á golfvöll, í sundlaugina og á Álftaneskaffi sem er einn af földu gimsteinum hverfisins. 

Húsið var teiknað af Kjartani Rafnssyni sem starfar hjá KJ …
Húsið var teiknað af Kjartani Rafnssyni sem starfar hjá KJ hönnun ehf.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál