Davíð keypti 52 milljóna íbúð í Hafnarfirði

Davíð Sigurgeirsson er fluttur í íbúð við Hringbraut.
Davíð Sigurgeirsson er fluttur í íbúð við Hringbraut.

Tónlistarmaðurinn Davíð Sigurgeirsson hefur fest kaup á 80 fm íbúð við Hringbraut í Hafnarfirði. Davíð keypti íbúðina í vor en áður bjó hann með fyrrverandi eiginkonu sinni, Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur tónlistarmanni, í fallegu einbýlishúsi í sama bæjarfélagi. Leiðir þeirra skildi í fyrra. 

Nýja íbúðin er í húsi sem byggt var árið 1947 og er íbúðin björt og falleg. Parket er á gólfum og sprautulakkaðar innréttingar í eldhúsi. Þegar íbúðin fór á sölu var ásett verð 49,9 milljónir en Davíð keypti hana á 52 milljónir. 

Smartland óskar honum til hamingju með nýja heimilið! 

mbl.is