Ingibjörg og Ragnar keyptu aðra íbúð í sömu götu

Ingibjörg Sigurjónsdóttir og Ragnar Kjartansson hafa fest kaup á annarri …
Ingibjörg Sigurjónsdóttir og Ragnar Kjartansson hafa fest kaup á annarri íbúð við Tjarnargötu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hjónin og listamennirnir, Ingibjörg Sigurjónsdóttir og Ragnar Kjartansson, hafa fest kaup á glæsilegri 145 fm íbúð við Tjarnargötu í Reykjavík. Íbúðin er sérlega vönduð og falleg með útsýni beint út á Tjörnina. Húsið sjálft var byggt 1912 og hefur verið vel við haldið og er með krúttlegum garði. 

Íbúðin skiptist í tvær samliggjandi stofur og er opið inn í eldhús. Auk þess eru tvö svefnherbergi í íbúðinni ásamt baðherbergi og herbergi í kjallara. Fasteignamat íbúðarinnar í ár er 62 milljónir. 

Hjónin þekkja götuna vel því sjálf búa þau í húsinu við hliðina á. Íbúð hjónanna er samskonar og nýja íbúðin og því er sameiginlegur fermetrafjöldi um 300 fm. Nú er bara spurning hvort listamennirnir muni ekki bara opna á milli enda margt vitlausara en það. 

Ragnar Kjartansson er einn af farsælustu listamönnum þjóðarinnar en hann og Ingibjörg vinna mikið saman að því að gera heiminn skemmtilegri með líflegri list. 

mbl.is