Jóhanna Guðrún og Ólafur keyptu parhús

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Ólafur Friðrik Ólafsson keyptu parhús í …
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Ólafur Friðrik Ólafsson keyptu parhús í Hafnarfirði. Samsett mynd

Söngkonan Jó­hanna Guðrún Jóns­dótt­ir og kær­asti henn­ar, Ólaf­ur Friðrik Ólafs­son viðskiptafræðingur, hafa fest kaup á glæsilegu parhúsi í Hafnarfirði. Smartland fjallaði um húsið þegar það var sett á sölu í sumar. Parhúsið er 278 fm að stærð og var byggt 2008.

Húsið er vel skipulagt á tveimur hæðum. Á efri hæðinni er að finna stofu og eldhús og þar er hátt til lofts og sérlega bjart. Flísar eru á gólfum og innréttingar í ljósum við. Húsið stendur alveg á jaðrinu þar sem óbeisluð náttúra fær að njóta sín.

Það á ekki eftir að fara illa um Jóhönnu Guðrúnu, Ólaf Friðrik og börn í húsinu enda hverfið rólegt og barnvænt. 

Smartland óskar þeim til hamingju með fasteignakaupin! 

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

Sigga Dögg kynfræðingur Betra kynlífs svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda