Kaupsýslumaður keypti 280 milljóna íbúð í 101

Achillefs Konstantakopoulos hefur fest kaup á 280 milljóna íbúð.
Achillefs Konstantakopoulos hefur fest kaup á 280 milljóna íbúð. Ljósmynd/Reginn

Achillefs Konstantakopoulos hefur fest kaup á 178,9 fm íbúð við Bryggjugötu í Reykjavík. Hann greiddi 280 milljónir fyrir íbúðina sem er á fjórðu hæð. Íbúðirnar við Bryggjugötu hafa verið töluvert í fréttum en þær þykja vandaðar og glæsilegar. 

Það ætti ekki að fara illa um hann í íbúðinni enda fallegt útsýni út á sjó og stutt í alla menningu sem miðbær Reykjavíkur hefur að geyma.

Smartland greindi frá því fyrr á árinu að ein dýrasta íbúð landsins hefði verið seld en hún er einnig við Bryggjugötu og var það Jónas Hagan Guðmundsson fjárfestir sem keypti íbúðina eftir að hafa búið í fallegu húsi í Þingholtunum í nokkur ár. 

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

Sigga Dögg kynfræðingur Betra kynlífs svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda