Sjarmerandi íbúð sem búið er að endurnýja mikið

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is

Við Lyngholt í Reykjanesbæ er að finna 166 fm íbúð sem búið er að endurnýja mikið. Íbúðin er á efri hæð í húsi sem byggt var 1957. 

Mjúkir litir eru í forgrunni í íbúðinni og er íbúðin máluð að miklu leyti í sveppableikum lit sem er hlýlegur. Aðrir veggir eru í hlýjum ljósgráum tónum. Þessi litapalletta fer vel við hvítar innréttingar og falleg húsgögn en einnig við parketið á gólfunum.

Þykkir listar eru meðfram loftinu og líka meðfram gólfinu. Í kringum gluggana eru gluggakarmar sem búið er að lakka. 

Stofan er einnig nýtt sem borðstofa og er rýmið opið inn á ganginn sem er vel nýttur sem heimaskrifstofa. 

Í eldhúsinu eru marmaraborðplötur sem taka innréttinguna upp á næsta stig. Í eldhúsinu er að finna hinn klassíska íslenska borðkrók sem hefur að geyma E60-stólinn frá Sólóhúsgögnum en hann var hannaður 1960. Bekkur úr sömu línu er upp við vegginn en þessi húsgögn eru ennþá í framleiðslu og njóta mikilla vinsælda. 

Af fasteignavef mbl.is: Lyngholt 17

Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
Ljósmynd/Fasteignaljósmyndun.is
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

Sigga Dögg kynfræðingur Betra kynlífs svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda