240 milljóna parhús á Seltjarnarnesi

Við Bakkavör á Seltjarnarnesi er að finna parhús sem er afar ríkulega búið. Húsið  hefur að geyma fallegar innréttingar sem eru sérsmíðaðar. Á heimilinu er afar sérstakt listaverkasafn sem sómir sér vel innan um bláa sófa og önnur húsgögn sem fegra umhverfið. Húsið er 295 fm að stærð og var byggt 1991. 

Húsið er á tveimur hæðum með fallegu sjávarútsýni. 

Guðbjörg Magnúsdóttir innanhússarkitekt teiknaði innréttingar inn í húsið 2006. Guðbjörg er ein af færstu innanhússarkitektum landsins og eins og sést á innréttingunum eru þær ennþá glæsilegar, 16 árum eftir að þær voru settar upp í húsinu. Hún hannaði til dæmis baðherbergi, hjónasvítu og innbyggðar bókahillur og fleira sem gefur húsinu smekklegt yfirbragð. 

2016 var eldhúsið endurnýjað en það er hannað af Goform. Þar er að finna dökkar innréttingar og svartan marmara sem fer vel við stóla Daníels Magnússonar. Stólanir hans Daníels eru eftirsóttir en þeir eru handsmíðaðir og er hver stóll listaverk. Auk þess eru þeir þægilegir sem ekki er hægt að segja um alla barstóla sem framleiddir eru. 

Eins og sjá á myndunum er heimilið vel innréttað og smekklegt. 

Af fasteignavef mbl.is: Bakkavör 44 og Bakkavör 44

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda