Smekkurinn verður dýrari með árunum

Kristbjörg Sigurjónsdóttir elskar að blanda saman nýju og gömlu á …
Kristbjörg Sigurjónsdóttir elskar að blanda saman nýju og gömlu á heimili sínu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kristbjörg Sigurjónsdóttir ljósmyndari hefur komið sér vel fyrir í fallegri íbúð í Grafarvoginum ásamt fjölskyldu sinni. Kristbjörg á lifandi heimili sem tekur reglulega breytingum og er hún dugleg að grafa upp gamla notaða fjársjóði.

„Heimilisstíllinn er alls konar, gamalt og nýtt í bland myndi ég segja. Ég er ekki föst í einhverjum sérstökum stíl eða litum. Ég vil að heimilið sé notategt og persónulegt, þá á ég við að þegar fólk kemur til okkar þá ætti það að vera nokkuð ljóst hver býr á þessu heimili. Fyrir mér eru húsgögn ekki bara dauðir hlutir, við eigum nokkrar mublur og hluti sem við höfum fengið þegar einhver náinn okkur hefur dáið og ég get ekki að því gert að þykja vænt um þessar mublur. Þær minna mig á fólkið sem átti þær,“ segir Kristbjörg um stílinn á heimilinu.

„Smekkur minn hefur ekki mikið breyst með árunum, ég hef alltaf verið fyrir að blanda saman gömlu og nýju. Gæðin á húsgögnunum er það sem hefur breyst, í dag vil ég kaupa vandaðri húsgögn. Smekkurinn verður þar af leiðandi bara dýrari með árunum. Það er líka sumt sem mér fannst ekki fallegt áður fyrr en finnst mjög fallegt í dag, eins og til dæmis hraunuðu vasarnir og skálarnar frá Gliti.“

Ljósmynd/Kristbjörg Sigurjónsdóttir

Sér allt fyrir sér í römmum

Fjölskyldan ver mestum tíma í stofunni en Kristbjörg hefur lagt mikið upp úr því að gera hana notalega. „Mér finnst mjög mikilvægt að hafa heimilið notalegt. Í stofunni er mikið af rúnnuðum línum sem gerir rýmið mýkra og notalegra. Mottur, teppi og púðar gera heimilið líka hlýlegra.“

Kristbjörg er ljósmyndari og hefur það áhrif á hvernig hún sér fyrir sér heimilið. Hún segir ljósmyndara yfirleitt hafa góða rýmisgreind en sjálf segist hún sjá allt fyrir sér í römmum. Hún er einnig mjög dugleg að breyta til heima hjá sér.

Ljósmynd/Kristbjörg Sigurjónsdóttir

„Ég er mjög dugleg að breyta til og hef mjög gaman af því að raða saman hlutum og endurraða svo einhverjum vikum seinna. Húsgögnin fá samt yfirleitt að vera í friði en það er hægt að gjörbreyta rými bara með því að færa til mottur, myndir og hluti. Það hanga fáar myndir á veggjunum hjá mér, flestum myndum er stillt upp á kommóðum og gólfi og svo er ég með myndahillu sem er mjög sniðugt fyrir svona breytingarglaða manneskju eins og mig. Með því að raða upp á skenki er svo auðvelt að skipta um myndir og ég þarf þá ekki að hafa áhyggjur af því að það sé einhver nagli í veggnum sem ekki er þörf á lengur.“

Ljósmynd/Kristbjörg Sigurjónsdóttir

Gert góð kaup á nytjamörkuðum

Kristbjörg er mjög útsjónarsöm við að fegra heimilið og góð í að þefa uppi fjársjóði.

„Ég er dugleg að kaupa notað og gefa gömlum hlutum nýtt líf. Ég hef gert góð kaup á sölusíðum á Facebook og svo í nytjamörkuðum. Ég safna gömlum myndavélum, plakötum og alls konar listaverkabókum og svo reynir maður að finna einhverja gullmola. Fyrir ekki svo löngu gerði ég góð kaup á sölusíðu á Facebook og keypti tvo stóla eftir Hjalta Geir Kristjánsson sem er húsgagnahönnuður sem ég held mikið upp á,“ segir Kristbjörg.

Ljósmynd/Kristbjörg Sigurjónsdóttir

Tekkstólarnir tveir eru með dökkgráu áklæði og njóta sín vel í stofunni. „Borðstofustólarnir mínir eru líka eftir Hjalta Geir en fjóra af þeim fékk ég úr dánarbúi, ég fann svo þrjá í viðbót á sölusíðum á Facebook og ég er enn að leita að einum svona stól í viðbót til að eiga átta.“

Áttu þér uppáhaldshlut eða -listaverk?

„Ég er mjög ánægð með málverkið sem hún Berglind Sigmarsdóttir vinkona mín málaði. Það er svo flottur kontrast á málverkinu og rýminu sem það er í, litirnir tóna engan veginn við það sem er í kring en það gerir það svo áberandi og skemmtilegt. Svo verð ég að nefna gömlu myndavélarnar mínar sem ég hef fundið á ýmsum mörkuðum í gegn um árin bæði hér á Íslandi og erlendis. Þær eru ekki bara punt heldur nota ég þær líka. Ég tók einmitt nokkrar gamlar myndavélar og útrunnar filmur með mér í ferðalag um landið í sumar og útkoman á myndunum var mjög skemmtileg.“

Ljósmynd/Kristbjörg Sigurjónsdóttir

Er eitthvað á óskalistanum?

„Mig langar í falleg veggljós í borðstofuna eins og er og svo langar mig í pall og heitan pott en þá verð ég víst að kaupa mér hús.“

Ljósmynd/Kristbjörg Sigurjónsdóttir
Ljósmynd/Kristbjörg Sigurjónsdóttir
Ljósmynd/Kristbjörg Sigurjónsdóttir
Ljósmynd/Kristbjörg Sigurjónsdóttir
Ljósmynd/Kristbjörg Sigurjónsdóttir
Ljósmynd/Kristbjörg Sigurjónsdóttir
Ljósmynd/Kristbjörg Sigurjónsdóttir
Ljósmynd/Kristbjörg Sigurjónsdóttir
Ljósmynd/Kristbjörg Sigurjónsdóttir
Ljósmynd/Kristbjörg Sigurjónsdóttir
Ljósmynd/Kristbjörg Sigurjónsdóttir
Ljósmynd/Kristbjörg Sigurjónsdóttir
Ljósmynd/Kristbjörg Sigurjónsdóttir
Ljósmynd/Kristbjörg Sigurjónsdóttir
Ljósmynd/Kristbjörg Sigurjónsdóttir
Ljósmynd/Kristbjörg Sigurjónsdóttir
Ljósmynd/Kristbjörg Sigurjónsdóttir
Ljósmynd/Kristbjörg Sigurjónsdóttir
Ljósmynd/Kristbjörg Sigurjónsdóttir
Ljósmynd/Kristbjörg Sigurjónsdóttir
Ljósmynd/Kristbjörg Sigurjónsdóttir
Ljósmynd/Kristbjörg Sigurjónsdóttir
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál